Nýjast á Local Suðurnes

Engin áramótabrenna í ár

Á fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavík í október var tekin sú ákvörðun að vera ekki með áramótabrennu á vegum bæjarins í ár. Það verður því ekki hægt að fara með ákjósanlegan efnivið á brennuna niðri í Bót líkt og undanfarin ár. Hér fyrir neðan má sjá bókun nefndarinnar frá því í október:

   Viðburðir um jól og áramót 2019-2020 – 1908132
Tendrað verður á jólatré Grindavíkurbæjar fyrir framan Íþróttamiðstöðina 29. nóvember, jólaball Grindavíkur fer fram í Gjánni 27. desember og þrettándagleði í og við Kvikuna 6. janúar. Ekki verður ármaótabrenna á vegum Grindavíkurbæjar líkt og undanfarin ár. 

Þeim tilmælum er því beint til þeirra sem eru með efnivið á áramótabrennu að fara með það á gámasvæðið við Nesveg.