Nýjast á Local Suðurnes

Endurnýja sjóvarnir í Garði og Sandgerði

Til stendur að endurnýja sjóvarnir á nokkrum köflum í Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði á næsta ári. Bæði er um að ræða nýjar varnir og endubyggingu á eldri vörnum.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar sem hefur óskað eftir tilboðum í verkið, áætlað er að útlögn grjóts og kjarna verði um 9.000 m³ og endurröðun grjóts, um 3.500 m3

Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið eigi síðar en 15. september 2016.