sudurnes.net
Elvar Már með flest stig að meðaltali í undankeppni HM - Local Sudurnes
Landsliðsmaðurinn og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti mjög góða leiki í undankeppni HM í körfuknattleik sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði. Ísland var aðeins einu stigi frá því að komast áfram í aðalkeppnina, eins og alkunna er. Óhætt er að segja að Elvar Már hafi lagt sítt af mörkum, en hann varð stigahæstur allra í undankeppninni, með 20.7 stig að meðaltali í leik. Ludvig Hakanson frá Svíþjóð var í öðru sætinu með 20.5 og Tornike Shengelia frá Georgíu var í því þriðja með 19.5 stig að meðaltali í leik. Frá þessu er greint á vefnum karfan.is. Meira frá SuðurnesjumEnn bætir Már Íslandsmet – Keppir til úrslita í 100 metra flugsundiMár með fjögur Íslandsmet á örfáum dögumElvar Már fer vel af stað í SvíþjóðMár nældi í bronsverðlaun á HM – Bætti Íslandsmet tvisvar sama dagSvíarnir ánægðir með að fá Elías Má – “Vinnusamur leikmaður með frábæra tækni”Björn Lúkas kominn í úrslit á HMMár Gunnarsson með þrjú Íslandsmet á Malmö OpenDavíð Hildiberg keppir á HMSuðurnesjamenn héldu landsliðssætum fyrir leiki gegn Finnum og TyrkjumHM í kraftlyftingum haldið í Njarðvík