sudurnes.net
Elíza og Unicef teymi Háaleitisskóla hlutu Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent í Bíósal Duus við hátíðlega athöfn þann 8. júní síðastliðinn. Elíza M. Geirsdóttir Newman og Unicef teymi Háaleitisskóla hlutu Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar árið 2020. Verkefnið sem unnið er í Háaleitisskóla ber heitið Réttindaskóli Unicef. Heiti verkefnis: Réttindaskóli UNICEF Skóli sem það tilheyrir: Háaleitisskóli Nöfn þeirra sem standa að verkefninu: Elíza M. Geirsdóttir Newman og UNICEF teymi Háaleitisskóla Lýsing á verkefninu: Í haust hóf Háaleitisskóli þátttöku í tilraunaverkefni sem miðar að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í allt skóla- og frístundastarf. Þetta er alþjóðlegt vottunarverkefni sem hefur síðastliðinn áratug verið innleitt með góðum árangri í þúsundum skóla um allan heim. Að vera Réttindaskóli UNICEF felur í sér að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er lagður til grundvallar í öllu skólastarfi. Markmiðið er að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, efla jákvæð samskipti, auka þekkingu á mannréttindum og stuðla að gagnkvæmri virðingu innan skólasamfélagsins. Réttindaskólinn passar vel inn í yfirlýsta stefnu Háaleitisskóla um að vera fjölmenningarskóli þar sem allir fá að vera eins og þeir eru. Hann stuðlar að betri líðan nemenda, valdeflingu, samkennd og samvinnu meðal nemenda og starfsfólks þar sem allar raddir fá að heyrast. Háaleitisskóli er fyrstur skóla á Suðurnesjunum til að innleiða þessa stefnu og verður vonandi öðrum skólum til hvatningar. Einnig hlutu fjögur önnur verkefni sérstaka viðurkenningu fræðsluráðs. Heiti verkefnis: Hænurnar á Akri Skóli sem það tilheyrir: Leikskólinn Akur [...]