sudurnes.net
Elíza á Trúnó - Local Sudurnes
Tónlistakonan Elíza Newman heldur trúnó tónleika í Hljómahöll fimmtudaginn 8. febrúar næstkomandi. Er um einstakan viðburð að ræða þar sem Elíza mun í fyrsta sinn flytja lög af öllum ferli sínum og segja sögur af ævintýrum og svaðilförum um tónlistarbransann og lífið. Gestum er velkomið að spjalla og forvitnast um leið og Elíza spilar og segir frá lögum sínum í gegnum árin allt frá Kolrössu til dagsins í dag. Með Elízu spila góðir vinir og hljómsveitafélagar, Kidda Rokk á bassa, Kalli Kolrass á trommur og Hjörtur Gunnlaugsson á gítar. Einnig er von á upprunalegum meðlimum Kolrössu sem sérstökum gestum. Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum á sínum tíma og vakti hún strax athygli fyrir frumlegar lagasmíðar, kraftmikinn söng og sviðsframkomu. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Sem lagahöfundur hefur Elíza samið fjölda laga sem ratað hafa inn á vinsældarlista og í útvörp landsmanna í gegnum árin bæði með Kolrössu/Bellatrix og sem sóló listamaður. Hún hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni og samið allt frá pönki til óperu til Eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli og nú síðast [...]