Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kom upp um borð í farþegaþotu – Hæsta viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli

Farþegaþota frá flug­fé­lag­inu Wizz Air lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli klukkan rétt fyrir átta í kvöld, en til­kynnt var um um eld um borð í vélinni. Um borð eru 147 manns.

Mik­ill viðbúnaður er vegna máls­ins og er hæsta viðbúnaðarstig í gildi, en þá eru allir viðbragðsaðilar kallaðir út , þar á meðal björgunarsveitarmenn. Þá hafa slökkviliðsmenn meðal ann­ars verið send­ir á staðinn af höfuðborg­ar­svæðinu.

Farþegaþotan var á leið til Pól­lands frá Íslandi þegar ákveðið var að snúa við til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.