Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kom upp í spilliefnageymslum Kölku – Húsnæðið í um 150 metra fjarlægð frá íbúabyggð

Eld­ur kom upp í iðnaðar­hús­næði Kölku við Fitja­braut í Njarðvík laust eft­ir klukk­an ell­efu í gærkvöldi. Húsnæðið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Húsnæðið sem er staðsett í um 150 metra fjarlægð frá íbúabyggð er nýtt sem geymsla undir flugösku sem send er erlendis til förgunar á nokkura ára fresti. Flugaska er skilgreind sem spilliefni hér á landi, en um er að ræða fíngert ryk sem verður til í hreinsivirkjum sorpbrennslustöðvarinnar og getur verið afar hættulegt við innöndun.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bruna­vörn­um Suður­nesja kom eld­ur­inn upp í kalk­geymi. Vel gekk að ráða niður­lög­um elds­ins sem reynd­ist minni hátt­ar.