Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í skipi í Njarðvíkurhöfn

Eldur kom upp í Langanesi GK525 í Njarðvíkurhöfn í dag. Frá þessu er greint á vef Vísis.

Vísir hefur eftir Brunavörnum Suðurnesja að vegfarandi hafi orðið var við reyk og haft samband við Neyðarlínuna. Skipið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Tíu manna lið Brunavarna Suðurnesja fór á vettvang og var þónokkur eldur og mikill hiti í bátnum þegar komið var að. Eldurinn kom upp í stakkageymslu Langaness stjórnborðamegin. Slökkvistarf gekk vel og náðist að ráða niðurlögum eldsins.