sudurnes.net
Eldur í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ - Átta fluttir á sjúkrahús - Local Sudurnes
Átta manns voru fluttir á sjúkra­hús til meðhöndl­un­ar vegna bruna­sára og hugs­an­legr­ar reyk­eitr­un­ar, eftir að eldur komu upp í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Reykjanesbæ í nótt. Tilkynnt var um eldinn rétt fyr­ir klukk­an þrjú í nótt, en samkvæmt frétt mbl.is hafði kviknað í þvotta­húsi og stiga­gangi húss­ins. Að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um var húsið rýmt og farið var með átta manns á sjúkra­hús til meðhöndl­un­ar vegna bruna­sára og hugs­an­legr­ar reyk­eitr­un­ar. Um 30 manns búa í húsinu og var Rauði kross­inn kallaður út og farið var með hinn hluta hóps­ins í fjölda­hjálp­ar­stöðina á Iðuvöll­um. Elds­upp­tök eru ókunn. Meira frá SuðurnesjumEldur kom upp í RöstinniReykjanesbær veitir aðstoð við rafræn auðkenniKona handtekin grunuð um íkveikju í fjölbýlishúsiSlæmar aðstæður farandverkafólks – “Græða á því að leigja þurfandi fólki ónýtt húsnæði”Mannbjörg þegar sementsflutningaskip strandaði í HelguvíkEnn leitað að sprengju en opið fyrir flugumferðAuglýsa eftir presti til starfa við NjarðvíkurprestakallEnn vaxtaverkir í FLE – Stuttur biðtími þrátt fyr­ir gríðarlega farþega­fjölg­unTvö þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Reykjanesbæjar vegna kísilveraÓska eftir bókum eftir að safnið skemmdist vegna myglu og leka