sudurnes.net
Ekki viðbúnaður vegna vélar frá Verona - Local Sudurnes
Enginn sérstakur viðbúnaður verður á Keflavíkurflugvelli í dag þegar flugvél sem kemur frá Verona á Ítalíu lendir á vellinum. Farþegar vélarinnar voru í skipulagðri hópferð á skíðasvæði nálægt þeim svæðum sem Covid 19 veiran er sem útbreiddust. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfesti þetta í samtali við blaðamann Suðurnes.net. Guðjón sagði þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnalækni. Þá segir Guðjón að eftir að óvissustigi var lýst yfir hafi verið komið upp stöndum með sótthreinsispritti í flugstöðinni og sett upp veggspjöld með leiðbeiningum til ferðamanna sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum. Þar er brýnt fyrir þeim að viðhafa hreinlæti og hringja í síma 1700 ef grunur leikur á smiti. Meira frá SuðurnesjumNokkrir aðilar í sóttkví á SuðurnesjumTöluverður viðbúnaður við komu flugvélar frá VeronaBiluð skúta í vanda suður af GrindavíkHSS fær ný tæki og eykur þjónustuHöfðu afskipti af ellefu manns vegna ólöglegrar atvinnustarfsemiGrímuskylda afnuminVatnaveröld í 17. sæti á lista yfir uppáhalds sundlaugar landsmannaStal kortaupplýsingum og ferðaðist vítt og breitt um heiminnAndri Rúnar til Helsingborg19 starfsmenn Grindavíkurbæjar luku PMTO grunnmenntun