Nýjast á Local Suðurnes

Ekki gert ráð fyrir losun arsens í matsskýrslu Thorsil – Hafa sömu heimildir og USi

Í matsskýrslu fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil, sem unnin er af verkfræðistofunni Mannvit, er ekki gert sérstaklega ráð fyrir losun á arseni út í umhverfið. Í umhverfismati Unites Silicon var gert ráð fyrir að styrkur arsens gæti náð 0,32 ng/m3 . Núverandi mæligildi arsens frá kísilveri United Silicon eru hins vegar á bilinu frá 6 til 7 ng/ m3. Umhverfismörk arsens eru miðuð við heilt almanaksár og eru 6 ng/ m3.

Í matsskýrslu Thorsil er gert ráð fyrir losun annara þungmálma en arsens, en arsen telst þó til þeirra þungmálma sem Umhverfisstofnun vaktar.

Þrátt fyrir að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir losun á arseni í matsskýsrslu Thorsil hefur fyrirtækið sömu losunarheimildir á efninu og verksmiðja United Silicon, eða 6 ng/ m3, miðað við heilt almanaksár.

Hlutfallsmörk fyrir klukkustundarmeðaltöl styrks SO2ǤDreifing frá Thorsil (15 kg/t Si losun) og United Silicon. Mynd: Thorsil

Hlutfallsmörk fyrir klukkustundarmeðaltöl styrks SO2ǤDreifing frá
Thorsil og United Silicon. Mynd: Vatnaskil/Thorsil