Nýjast á Local Suðurnes

Ekki al­var­leg áhrif á heilsu – United Silicon fær ekki leyfi fyrir öðrum ofni

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar um heilsu­farsáhrif meng­un­ar frá kís­il­verk­smiðu United Silicon í Helguvík sýnir að hún virðist valda vægri ert­ingu í aug­um og önd­un­ar­vegi hjá heil­brigðum ein­stak­ling­um sem eru mis­mik­il milli ein­stak­linga. Ein­stak­ling­ar með und­ir­liggj­andi önd­un­ar­færa­sjúk­dóma virðast þó oft á tíðum finna fyr­ir meiri ein­kenn­um og þá sér­stak­lega ast­ma­ein­kenn­um sem í mörg­um til­fell­um krefjast sér­stakr­ar lyfja­gjaf­ar. Eng­in dæmi eru hins veg­ar um al­var­leg heilsu­spill­andi áhrif.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­stofn­un, en fyrstu niður­stöður mæl­inga á rok­gjörn­um líf­ræn­um efna­sam­bönd­um (VOC efna) vegna kís­il­verk­smiðju United Silicon hf. bár­ust um­hverf­is­stofn­un fyrr í vik­unni. Það var norska loft­rann­sókna­stofn­un­in NILU sem sá um skipu­lag mæl­inga og grein­ingu sýna. Ekki fund­ust skaðleg efni í sýn­um í þeim styrk sem gæti haft skaðleg áhrif á íbúa nær­liggj­andi svæða, að mati norsku stofn­un­ar­inn­ar.

Enn stend­ur ákvörðun Um­hverf­is­stofn­un­ar frá 13. mars varðandi tak­mörk­un á starf­semi verk­smiðju United Silicon þar sem kveðið er á um að fram­leiðsla verk­smiðjunn­ar ein­skorðist við einn ljós­boga­ofn.