Nýjast á Local Suðurnes

Eitt Suðurnesjafyrirtæki fékk styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans

Tæplega 500 umsóknir bárust Samfélagssjóði Landsbankans, en úthlutað var úr sjóðnum þann 8. desember síðastliðinn.

Eitt verkefni af Suðurnesjum fékk styrk að upphæð 250.000 krónur úr sjóðnum að þessu sinni, Bryndís Guðmundsdóttir fékk styrk til verkefnisins Íslenski málhljóðamælirinn, sem er skimunarpróf fyrir spjaldtölvur, sem skimar framburð og hljóðkerfisþætti hjá börnum. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að rannsóknir sýna að slík próf hafa forspárgildi fyrir læsi og frekara nám. Til þess að finna börn í áhættu þarf að vera til skimunartæki sem metur fljótt og vel hvaða börn þurfa sérstök úrræði en löng bið er eftir fyrstu skimun hjá talmeinafræðingum.

Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, sértæka útgáfustarfsemi og verkefni á sviðum menningar og lista.