Nýjast á Local Suðurnes

Einungis þrír greiða stöðugjöld fyrir gáma

Einungis þrjú stöðuleyfi fyrir gáma eru í gildi í sveitarfélaginu Vogum, en skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins áætlar að um 50-60 gámar séu á lóðum í sveitarfélaginu.

Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að eitt þessara leyfa sé fyrir átta gámum við vinnubúðir Já-verks á Grænuborgarsvæðinu sem veitt var nýlega. Hin eru fyrir sitthvorn gáminn við Iðndal.