sudurnes.net
Einn á móti fríum námsgögnum - "Ekki eitt af skylduverkefnunum sveitarfélagsins" - Local Sudurnes
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita grunnskólum Reykjanesbæjar fjárveitingu á næsta skólaári til kaupa á námsgögnum til grunnskólanna. Athygli vakti að einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði gegn tillögunni. Böðvar Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjarráði, greiddi atkvæði gegn tillögunni, en hann telur, í ljósi fjárhagslegrar stöðu Reykjanesbæjar, að nú sé ekki rétti tímapunkturinn til þess að setja verkefnið af stað, enda sé það ekki á fjárhagsáætlun ársins. “Þetta er ekki eitt af skylduverkefnunum og kannski ekki forgangsatriðum sem sveitarfélagið á að vera að standa í nákvæmlega núna auk þess sem þetta var ekki á fjárhagsáætlun og hefði þá frekar átt að skoða gagnvart næsta ári.” Sagði Böðvar í samtali við Suðurnes.net. Meira frá SuðurnesjumNettómótið haldið í aprílBúast við milljón gestum á næsta ári í Bláa lónið – Lokað í tvær vikur í janúarMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkKanna viðhorf bæjarbúa til Ljósanæturhátíðar – Reynt að auka þátttöku erlendra íbúaHöfnuðu sparnaðartillögum minnihlutaStærsta flugvél heims lendir í Keflavík í kvöld – Fylgstu með fluginu!Kaffiboð með Guðrúnu frá Lundi – Gestir hvattir til að mæta með sparibollannNýr stjóri Kadeco hnýtir lausa endaRúm 20% gjaldþrota á Suðurnesjum á síðasta ári voru í verslunFöstudagsÁrni: Hætti frekar að drekka en að fara í [...]