Nýjast á Local Suðurnes

Einar Örn með nýtt lag – Náttúrufegurð Reykjaness fær að njóta sín í myndbandinu

Söngvarinn og lagasmiðurinn Einar Örn Konráðsson hefur sent frá sér nýtt lag, Rós sem dó og er lagið komið í spilun á myndbandsveitunni Youtube. Lagið er tekið upp í Studeo Paradís, undir stjórn þeirra Jóhanns Ásmundssonar og Ásmundar Jóhannssonar.

Lagið mitt „Rós sem dó“ var samið einn sunnudagsmorguninn í febrúar ´17 hérna heima hjá mér í ásbrú. Tók það svo upp í Stúdíó Paradís hjá Jóhanni Ásmunds og Ása syni hans en þar er ég að vinna að plötu og er þetta einn singull af henni en áætlað er að platan komi út í ár eða byrjun þess næsta. Sagði Einar í spjalli við Suðurnes.net

Einar nýtti sér náttúrufegurð Reyjanessins við upptökur á myndbandinu við lagið, sem er að finna hér fyrir neðan, en það var meðal annars tekið upp við Gunnuhver, Reykjanesvita, Seltjörn og á Pattersonsvæðinu.

Þá samdi Einar Örn Konráðssona, lagið Annar dagur, sem naut töluverðra vinsælda á síðasta ári, en textan við lagið samdi Eysteinn Skarphéðinsson, sem lést langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein. Það lag má einnig finna hér fyrir neðan.