sudurnes.net
Eignir í Grindavík metnar á um 150 milljarða - Local Sudurnes
Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing Íslands metur heild­ar­verðmæti vá­tryggðra hús­eigna í Grindavík á um 110 millj­arða króna. Auk þess nema verðmæti vá­tryggðs lausa­fjár, inn­bús og hafn­ar- og veitu­mann­virkja um 44 millj­örðum. Eru þá ótal­in verðmæti í göt­um, göngu­stíg­um, lóðum og öðrum sam­fé­lags­leg­um mann­virkj­um á svæðinu, seg­ir í til­kynn­ing­u. Tíl að setja þetta í samhengi þá kemur fram á vef Byggðastofn­un­ar að íbúa­fjöldi Grinda­vík­ur sé um 3.600 manns. Áætlað vinnu­afl er um 2.100 manns og at­vinnu­leysi rétt rúm 2%. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er stærsta at­vinnu­grein­in með ríf­lega 35% af heild­ar­at­vinnu­tekj­um en næst kem­ur op­in­ber þjón­usta. Meira frá SuðurnesjumÖflugir ungir leikmenn semja við NjarðvíkKæstar kræsingar og mikið stuð á þorrablóti Lionsklúbbs NjarðvíkurStöðvuðu 150 ökumennVerðmætum stolið úr bíl við Bláa lóniðÁframhaldandi varðhald vegna 200 milljón króna þjófnaðarKötturinn Felix vinnur á lestarstöð og hefur yfir 40.000 fylgjendur á FacebookÆfðu viðbrögð við stóru flugslysiSnarpur skjálfti í hádeginuAlda þjófnaða á SuðurnesjumKynning á fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar – Verður erfitt þrátt fyrir lækkun skulda