sudurnes.net
Eftirlýstur í vímu á fleygiferð á brautinni - Local Sudurnes
Ökumaður sem lögregla á Suðurnesjum mældi á 138 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í vikunni, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, reyndist hafa fleira óhreint í pokahorninu. Hann viðurkenndi neyslu fíkniefna sem sýnatökur síðan staðfestu. Þá var hann auk þess eftirlýstur vegna boðunar í dóm. Farþegi í annarri bifreið sem lögregla stöðvaði var með meint fíkniefni í fórum sínum, bæði kannabis og hvítt duft. Allmargir ökumenn voru svo kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 143 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund Meira frá SuðurnesjumSvaf ölvunarsvefni undir stýri við lögreglustöðina – Fékk að sofa lengur í fangaklefaÖkumaður stöðvaður fyrir fjölda umferðarlagabrotaÞróttur semur við Unnar AraMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnYfir 1.000 umsóknir bárust Isavia um sumarstörf á KeflavíkurflugvelliUngur piltur tekinn með dóp og hnífGuðjón Árni tekur við VíðiViðsnúningur hjá Reykjanesbæ – “Sjálfstæðismenn geta ekki þakkað sér tiltekt í rekstri”BGB Gesthús færir út kvíarnar – Festu kaup á hóteli í VestmannaeyjumÁrangur í húsnæðismálum