sudurnes.net
Eftirlýstur á 187 kílómetra hraða - Local Sudurnes
Ökumaður sem var á ferð eftir Reykjanesbraut í gærmorgun mældist á 187 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Lögreglan á Suðurnesjum handtók hann og færði á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sýnatökur þar sýndu jákvæða niðurstöðu á tvær tegundir fíkniefna. Umræddur ökumaður ók sviptur ökuréttindum og hafði lögregla áður haft afskipti af honum vegna þess. Þá var hann eftirlýstur vegna annars máls. Ökumannsins bíður ákæra og dómur vegna ofsaakstursins. Meira frá SuðurnesjumÖkumaður stöðvaður fyrir fjölda umferðarlagabrotaÁtta ökumenn handteknir í vikunniMeð allt niðrum sig í umferðinni – Þrír handteknirÁ þreföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut með ljóslausan bíl í eftirdragiAmfetamín, kannabis og hraðakstur – Nóg að gera hjá lögreglunni á SuðurnesjumEkið undarlega í leit að norðurljósumUngur piltur tekinn með dóp og hnífMannlaus bifreið sem flautaði ótt og títt raskaði næturró íbúaTugir teknir á of miklum hraða – Nældu í vel á aðra milljón í ríkiskassannMældist á 149 kílómetra hraða – Svipting og 210 þúsund króna sekt