sudurnes.net
Efnastyrkur í ofnhúsi USi lágur miðað við það sem þekkist í samskonar iðnaði - Local Sudurnes
Niðurstöður mælinga Norsku loftrannsóknarstofnunarinnar (NILU) á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (VOC) vegna kísilverksmiðju United Silicon hafa borist félaginu og Umhverfisstofnun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er vitnað í niðurstöður skýrslunnar, en þar segir að í engum sýnum hafi efni frá verksmiðjunni verið í skaðlegum mæli. Alls hafi 200 efni verið mæld en meðal þeirra 35 efna sem hæst mældust hafi ekkert þeirra verið á þeim kvarða sem þyki óeðlilegur í úthverfi eða þéttbýli. Mælingarnar voru gerðar á sýnum sem tekin voru tímabilinu 21. maí til 23. júní í ár. Sýnin voru tekin í íbúðabyggð í námunda við verksmiðjuna, á lóð verksmiðjunnar og inn í henni þar sem styrkleiki efna ætti að vera hvað mestur, það er inn í ofnhúsi og síuhúsi. Þess ber þó að geta að á umræddu tímabili voru kvartanir til Umhverfisstofnunar vegna lyktar fremur fáar. Niðurstaða rannsókna NILU er að engin skaðleg efni finnist í sýnunum í þeim styrk að þau gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Í samantekt skýrslunnar segir meðal annars að efnamælingarnar þyki dæmigerðar fyrir það sem þekkist utandyra yfir sumartíma í íbúðabyggð. Efnastyrkur í ofnhúsi var fremur lágur miðað við það sem þekkist í samskonar iðnaði, að því er segir í skýrslunni. Í [...]