sudurnes.net
Ed Force One á Keflavíkurflugvelli - Ferðinni heitið á EM í Frakklandi - Local Sudurnes
Ed Force One, Boing 747-400 flugvél Air Atlanta lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir stundu. Vélin er vel merkt bresku hljómsveitinni Iron Maiden, enda notuð í tengslum við tónleikaferðalag sveitarinnar síðasta hálfa árið eða svo, undir dyggri stjórn Bruce Dickinson, söngvara hljómsveitarinnar, sem hefur séð um að fljúga vélinni ásamt flugmönnum Air Atlanta. Vélin er öll hin glæsilegasta, að innan sem utan, enda hönnuð með þarfir einnar vinsælustu rokkhljómsveitar heims í huga, en í vélinni er meðal annars að finna kokteil-bar og önnur nútíma þægindi sem eru nauðsynleg fyrir rokkstjörnur á tónleikaferðalagi. Óstaðfestar heimildir Suðurnes.net herma að ferðinni sé heitið til Frakklands, en þar mun starfsfólk Air Atlanta, ásamt gestum á vegum fyrirtækisins njóta þess að horfa á leik Íslands gegn Ungverjalandi á laugardag. Mynd: Air Atlanta Meira frá SuðurnesjumMest lesið á árinu: Ed Force One skutlaðist með starfsfólk Air Atlanta á EMBruce Dickinson: “Mun sakna Ed Force One” – Myndband!Fánum skreytt Iron Maiden vélin klár í Frakkland – Myndir!Bæjarstjóri skutlaðist með rokkstjörnu í flugHættustigi lýst yfir á KeflavíkurflugvelliYfirlitssýning um feril Björgvins Halldórssonar í RokksafninuVinnumálastofnun lengir opnunartíma fyrir starfsfólk WOWÖngþveiti og æsingur á Keflavíkurflugvelli vegna ParísarflugsFunduðu um ástandið á Suðurnesjum: ” Mikilvægt að verkefni af hálfu hins opinbera haldi markvisst áfram”Mæla með veggjaldi – Lægsta [...]