Nýjast á Local Suðurnes

Drónar fundust á Keflavíkurflugvelli

Að minnsta kosti tveir drónar hafa fundist innan flugverndarsvæðis Keflavíkurflugvallar undanfarin misseri. Samkvæmt heimildum Suðurnes.net sáust flygildin þó ekki á flugi við völlinn heldur fundust á jörðu niðri af starfsfólki flugvallarins.

Samkvæmt reglum um dróna sem Samgöngustofa hefur gefið út er óheimilt að fljúga þeim innan tiltekinna fjarlægða frá svæðamörkum flugvallar án leyfis frá rekstraraðila flugvallarins. Þó segir í reglunum að ekki þurfi sérstakt leyfi ef aðeins er flogið neðar en hæstu mannvirki í nágrenni flugferils drónans.  Þá er þess getið í reglunum að nálægðartakmarkanir séu tveir kílómetrar við alþjóðaflugvelli en 1,5 km við aðra áætlunarflugvelli.

Ekki er langt síða fresta eða aflýsa þurfti öllu flugi um Gatwick flugvöll í London vegna dróna sem sveimaði yfir vellinum í rúman sólarhring. Það atvik hafði meðal annars áhrif á flug til Íslands.

Flug­um­ferðar­stjór­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli eru með viðbragðsáætl­un til staðar ef sést til dróna ná­lægt flug­vell­in­um og segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia hvert atvik vera metið út frá at­b­urðum og ör­ygg­is­sjón­ar­miðum.

„Ef það verður vart við dróna á flugi ná­lægt flug­vell­in­um er byrjað á því að láta flug­stjóra um borð í þeim vél­um sem eru á leiðinni til Kefla­vík­ur vita um að það hafi sést til dróna í ná­lægð við flug­völl­inn. Síðan er haft sam­band við lög­reglu og það til­kynnt,“ seg­ir Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via í samtali við Morg­un­blaðið.

Eftir það fer fram mat inn­an­hús hjá Isavia með yf­ir­mönn­um í flug­um­ferðastjórn­inni á þeim viðbrögðum sem þarf að grípa til út frá ör­ygg­is­sjón­ar­miðum, en á meðal þess sem metið er er hvort  beina flug­vél­um eitt­hvað annað eða mögu­lega að grípa til annara aðgerða eins og að loka braut­um.