Nýjast á Local Suðurnes

Drög að svari frá lífeyrissjóðum liggja fyrir – Búist við löngum bæjarstjórnarfundi

Lífeyrssjóðir sem eru stærstu kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa sent drög að svari, þar sem vænt­an­lega er brugðist við til­lögu um 6,5 millj­arða króna niðurfellingu af um 40 milljarða króna skuld­um sveitarfélagsins.

Innihald draganna hefur þó ekki fengist staðfest, en Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, seg­ir við mbl.is að drög að svari frá líf­eyr­is­sjóðum, sem eru lang­stærstu kröfu­haf­ar bæj­ar­fé­lags­ins, liggja fyr­ir en beðið sé eft­ir end­an­legu und­ir­rituðu svari.

„Staðan er bara óbreytt. Málið er á dag­skrá bæj­ar­stjórn­ar í kvöld og við erum bara enn að velta vöng­um yfir stöðunni,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is.

Fund­ur bæj­ar­stjórn­ar hefst klukk­an fimm í dag og er gert ráð fyrir langri fundarsetu þar sem árs­reikn­ing­ar bæj­ar­fé­lags­ins verði til umræðu, auk stöðunnar á samningaviðræðum við kröfuhafa. Áður hefur komið fram að tveir möguleikar séu í stöðunni fyrir fundinn í dag, að senda inn beiðni til innanríkisráðuneytis um að skipuð verði fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu eða að halda viðræðum við kröfuhafa áfram.