sudurnes.net
Dró upp kylfu þegar lögregla nálgaðist en sá að sér - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum handtók síðdegis í fyrradag ungan karlmann vegna gruns um vörslu fíkniefna svo og sölu þeirra. Þegar lögreglumenn bar að tók maðurinn á sprett og hugðist forða sér. Lögreglumenn hlupu hann uppi og dró hann þá upp kylfu. Hann sá svo að sér og henti henni frá sér. Í tengslum við málið fann lögregla plastpoka með fíkniefnum utan dyra og játaði maðurinn að eiga efnin. Hann neitaði sölu fíkniefna. Þar sem umræddur einstaklingur er ekki orðinn lögráða var mál hans tilkynnt til barnaverndar. Meira frá SuðurnesjumTekinn með piparúða og stolið greiðslukortRausnarleg gjöf Íslandsbanka til ReykjanesbæjarBarn í rallýbíl á kerru á ReykjanesbrautFluttu fatlaðan einstakling úr íbúð vegna skorts á íbúðum í félagslega húsnæðiskerfinuMeð vel nestaðar eðlur í farangriTók framúr lögreglu á ofsahraðaTeknir í fíkniefnaviðskiptum – Vildu fá peninginn til baka frá lögregluGjörsamlega út úr heiminum eftir inntöku hakakrosstöfluHyggst kæra tafir á tvöföldun ReykjanesbrautarÞakklátir bæjarfulltrúar á síðasta fundi bæjarstjórnar