sudurnes.net
Dregur framboð sitt til baka - Local Sudurnes
Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Þetta gerir Tómas meðal annars vegna að enn sem komið er hefur aðeins tekist að safna um 10% af þeim meðmælum sem til þarf og að hans mati er því ljóst að gengið í kosningunum yrði að öllum líkindum ekki gott. Tilkynningu Tómasar má sjá í heild hér fyrir neðan: Kæru landsmenn, Ég hef ákveðið að draga til baka framboð mitt til embættis forseta Íslands. Ein af ástæðunum er sú að eins og staðan er í dag hef ég aðeins fengið rétt rúmlega 10% af þeim fjölda sem þarf til þess að framboðið geti talist gilt. Miðað við þennan fjölda verð ég að horfast í augu við þá staðreynd að það séu ekki miklar líkur á að góðu gengi í kosningunum þó svo að lágmarksfjöldi meðmæla myndi nást. Önnur ástæðan er sú að í hádeginu í dag hlustaði ég á ræðu Baldurs Þórhallssonar og hugsaði með mér að ég yrði enn stoltari af því að vera íslendingur en ég er í dag með þennan mann sem forseta. Með þeim orðum lýsi ég hér með yfir stuðningi mínum við framboð Baldurs og Felix Það hefur [...]