Nýjast á Local Suðurnes

Draga launahækkanir til baka

Grindavíkurbær hefur ákveðið að draga hækkun mánaðarlauna kjörinna fulltrúa til baka. Hækkunin, sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarstjórnar var á bilinu 18,5- 22% fyrir kjörna fulltrúa og þá átti þóknun fyrir fundi að hækka á bilinu 30,4 – 36,4%.

Hefði hækkunin gengið eftir hefðu laun forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs orðið 500 þúsund krónur á mánuði og eru þá miðuð við fjóra fundi á mánuði. Frá þessu var greint á vef DV.