sudurnes.net
Dópaður ökumaður reyndi að komast undan lögreglu - Local Sudurnes
Nokkrir ökumenn hafa verið teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum,en mikil aukning hefur verið á Suðurnesjum í brotaflokknum undanfarin ár. Í fyrrinótt reyndi einn þeirra að komast undan lögreglu eftir að honum höfðu verið gefin merki um að stöðva aksturinn. Hann var handtekinn og játaði kannabisneyslu. Í bifreið hans fundust kannabisefni. Hann ók að auki sviptur ökuréttindum. Annar ók með tvö ung börn sín í bifreiðinni og var atvikið því tilkynnt barnaverndarnefnd. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð vegna rökstudds gruns um fíkniefnaakstur. Hinn þriðji hafði aldrei öðlast ökuréttindi og sá fjórði var með meint amfetamín í vörslum sínum. Meira frá SuðurnesjumVinnuhópur um framtíðarsýn í leikskólamálum í Sandgerði skilar skýrsluSkjálfti að stærð 4,6 við KeiliGjörsamlega út úr heiminum eftir inntöku hakakrosstöfluMála myndir af vitum landsinsÓk í veg fyrir dópaðan bílþjófBifhjólamaður sem féll af hjóli sínu og slasaðist grunaður um ölvunaraksturÓkeypis lyf fyrir ungt fólk með krabbameinThorsil fær starfsleyfi – Komið til móts við ábendingar almenningsFótbolti.net mótið: Sigur hjá Njarðvík – Jafnt hjá GrindavíkVaramaðurinn tryggði Njarðvíkingum stig