sudurnes.net
Dópaður með ársgamalt barn í bílnum - Local Sudurnes
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina vegna gruns um fíkniefnaakstur var með rúmlega ársgamalt barn sitt í bifreiðinni. Þá ók hann sviptur ökuréttindum. Maðurinn viðurkenndi neyslu fíkniefna og var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Málið var tilkynnt barnaverndaryfirvöldum. Annar ökumaður, einnig grunaður um fíkniefnaakstur, viðurkenndi að vera með skráningarmerki af annarri bifreið á sinni auk þess sem hún var ótryggð. Þá var hann ekki með ökuskírteini. Loks barst lögreglu tilkynning um ofurölvi ökumann sem borgarar höfðu stöðvað við akstur í umdæminu. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkTekinn grunaður um ölvunarakstur á 140 kílómetra hraða með barn í bílnumEngin hækkun á skólavistun í ReykjanesbæGarður stendur vel fjárhagslegaÁhersla lögð á fjölskylduvænt samfélag við gerð fjáhagsáætlunar í SandgerðiStyrktarspinning Sporthússins – Ágóðinn rennur til styrktarfélags hjartveikra barnaHvatagreiðslur hækka og nýtt fyrirkomulag tekið uppReykjanesbær hækkar hvatagreiðslurÓk ölvaður með ungt barn í framsæti bifreiðarMár og Iva á toppinn með Barn