sudurnes.net
Dópaðir á rúntinum um jólin - Local Sudurnes
Sautján ára ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrradag, er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var því færður á lögreglustöð þar sem sýnatökur fóru fram. Forráðamönnum hans og barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um málið. Annar ökumaður sem áður hafði verið stöðvaður, einnig vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi og var þetta í þriðja sinn sem lögregla hafði afskipti af honum undir stýri. Farþegi í þriðju bifreiðinni sem lögregla stöðvaði reyndist hafa kannabis í fórum sínum. Ökumaður þeirrar bifreiðar viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna fyrir aksturinn. Meira frá SuðurnesjumÞorbjörn hf. verðlaunað fyrir nýsköpun – Fullnýta sjávarfang í sinni framleiðsluMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnSex af Suðurnesjum í fyrsta landsliðshóp Daníels GuðnaUngir ökumenn á hraðferð sviptir ökuréttindumHækkun lóðaleigu rangt reiknuð – Fékk tugþúsunda endurgreiðsluHeimildarþættir um Varnarliðið á RÚV – Mikið af myndefni sem ekki hefur sést fyrrGuðmundur Auðun spilar um Íslandsmeistaratitil í póker – “þarf að vera temmilega kærulaus”Böðvar með tölfræðina á tæru – Guðbrandur kom af fjöllumAtvinnusörfari heimsótti Akurskóla – Breytti öllu að segja skilið við áfengi og tóbakÁ von á 130 þúsund króna sekt eftir hraðakstur