sudurnes.net
Dópaðir á rúntinum með ung börn í bílnum - Local Sudurnes
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur var með fimm ára gamlan son sinn með sér í bílnum. Fullorðinn farþegi í bílnum, sem einnig var grunaður um fíkniefnaneyslu, var með tveggja ára son sinn meðferðis. Löggregla tilkynnti barnaverndaryfirvöldum um atvikið. Þá voru átta ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km. Ökumaðurinn hafði ekki náð 18 ára aldri og var barnaverndarnefnd því gert viðvart, auk viðurlaga við umferðarlagabroti af þessu tagi. Meira frá SuðurnesjumNokkrir ökumenn kærðir fyrir að aka of hrattHraðaksturinn kostaði 210 þúsund krónurÁtján ára á allt of miklum hraðaPiltur tekinn tvívegis réttindalaus á bifhjóliTekinn á 164 km hraða – Staðgreiddi rúmlega 100.000 króna sektSautján ára tekin á 140 kílómetra hraðaÍ haldi lögreglunnar á Suðurnesjum grunaður um smygl á fólkiKarlmaður á sextugsaldri tekinn með 107 poka af kannabisefnumRándýrum myndavélabúnaði stolið af erlendum ferðamanniMeintir sterar og meint kannabisefni gert upptækt eftir húsleit