sudurnes.net
Delta bætir í - Á fjórða tug fluga í viku hverri - Local Sudurnes
Bandaríska flugfélagið Delta mun bæta við ferðamöguleika hingað til lands, en félagið hefur hafið sölu á beinu flugi frá Detroit til Íslands. Fyrsta flug mun lenda á Keflavíkurflugvelli þann 15. maí næstkomandi og verður flogið fjórum sinnum í viku. Umsvif Delta verða því töluvertð, en samkvæmt vef Túrista mun félagið fljúga hingað til lands 36 sinnum í viku hverri næsta sumar. Í þessum ferðum verða samtals sæti fyrir 6.248 farþega samkvæmt talsmanni Delta vestanhafs, segir á vef Túrista. Mynd: Delta News hub Meira frá SuðurnesjumÞurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli – Erlendur á leið frá London til Detroit veiktistDelta hefur flug til KEF á nýAuglýsa eftir framboðum á framboðslistaUnited Airlines flýgur til ÍslandsOftast strikað yfir nöfn Margrétar og FriðjónsHringtorg á Reykjanesbraut boðin út – Isavia aðili að útboðinuFlugáhöfn sá sér ekki annað fært en að binda ölvaðan farþega niður í sætiðDelta mun auka áætlunarflug frá Keflavík til New YorkKaflaskil í endurskipulagningu fjármála Reykjanesbæjar – 3,6 millljarðar frá Lánasjóði sveitarfélagaEinn öflugasti flugskóli Norðulanda verður til með sameiningu