sudurnes.net
Byggja upp íbúðabyggð og verslun í Gróf - Sjáðu myndirnar! - Local Sudurnes
Reykjanesbær og Reykjanes Investment ehf. undirrituðu í dag kaupsamning vegna Grófarinnar 2 í Reykjanesbæ og samstarfs- og þróunarsamning vegna nærliggjandi lóða. Reykjanesbær auglýsti þróunarreit, byggingar- og lóðarréttindi á svæðinu til sölu árið 2021 og samþykkti bæjarráð Reykjanesbæjar tilboð félagsins þann 30. desember sama ár. Reykjanes Investment fyrirhugar að skipuleggja og byggja upp íbúabyggð blandað við verslun og þjónustu. Hún á að taka mið af nærliggjandi starfsemi, framþróun menningar- og ferðaþjónustu á svæðinu auk einstakrar staðsetningar og nálægð við smábátahöfnina í Gróf og menningar- og safnahúsin á svæðinu. Hugmyndir félagsins, sem má sjá á meðfylgjandi myndum, eru unnar í samvinnu við Nordic – Office of Architecture. Meira frá SuðurnesjumHeimila forkynningu á deiliskipulagi við Gróf – Myndir!Heiða Hannesar á leið í stofn- frumuaðgerð – Stefnan sett á að fara einu sinni á áriLava Restaurant á norrænum topplistaStyttist í að framkvæmdir geti hafist á þróunarreit við smábátahöfngeoSilica og Fida Abu Libdeh tilnefnd til Nordic Startup AwardsÞrítug Þruma í Grindavík – Öflug starfsemi í veturLoka fyrir kalt vatn í nokkur skiptiReykjaneshöfn fær lengri greiðslufrestSegja ósamræmi í gögnum varðandi uppbyggingu í GrófPrófkjör Pírata í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninga hefst 2. ágúst