Nýjast á Local Suðurnes

Byggja undirgöng fyrir gangandi vegfarendur við Fitjar á þessu ári

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Vonir standa til þess að mögulegt verði að ljúka framkvæmdum við undirgöng fyrir gangandi vegfarendur með tengingu Ásbrúar við þjónustusvæði við Fitjar á þessu ári. Sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar kynnti hugmyndir um undirgöng undir Reykjanesbraut fyrir Umhverfis- og skipulagsráði á fundi þess í vikunni.

Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þessum áfanga og þakkar starfsmönnum sviðsins og sviðsstjóra fyrir góða framgöngu í þessu mikilvæga umferðaröryggisverkefni. Segir í fundargerð ráðsins.