Nýjast á Local Suðurnes

Byggja 500 íbúðir í Hlíðarhverfi – Myndband!

Á dögunum var tekin fyrsta skóflustunga fyrir nýju 500 íbúða hverfi í Reykjanesbæ. Það er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) sem byggir hverfið upp, en BYGG eignaðist lóðirnar í gegnum Miðland ehf., sem fyrirtækið keypti af eignarhaldsfélagi Landsbankans síðastliðið haust.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar tók fyrstu skóflustunguna að hinu nýja hverfi, Hlíðarhverfi, en í fyrsta áfanga er fyrirhugað að byggja 320 íbúðir.

Kjartan Már Kjartansson tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddum fulltrúum frá BYGG

Kjartan Már Kjartansson tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddum fulltrúum frá BYGG

Fyrirtækið hefur útbúið myndband sem sýnir hvernig hverfið og byggingarnar munu líta út í verklok.