sudurnes.net
Býður 200 þúsund króna fundarlaun fyrir Tinnu - Local Sudurnes
Tíkin Tinna hefur nú verið týnd í rúma þrjá sólarhringa, en hún sást síðast í grennd við heimili sitt á Vogum á Vatnsleysuströnd. Eigandinn, Andrea Björnsdóttir hefur nú brugðið á það ráð að bjóða hverjum þeim sem finnur Tinnu 200 þúsund króna fundarlaun. Þetta kemur fram í í færslu frá Andreu á Hundasamfélaginu í gærkvöldi – Andrea hefur lagt mikið á sig við leitina og þrætt hraunið við Vatnsleysuströnd síðustu daga. Hún er þakklát öllum þeim sem hafa leitað að Tinnu undanfarna daga. „Þið eruð svo mikið ljós í myrkrinu. Vildi að ég gæti knúsað ykkur öll og launað ykkur það sem þið eruð að gera fyrir okkur fjölskylduna. Við erum öll í molum enda Tinna stór partur af fjölskyldunni. Hún er svo lítil í sér en samt svo ljúf og yndisleg við allt og alla. Hún fylgir mér eins og skugginn og er besta vinkona mín. Ég trúi ekki enn þessari martröð. Bestu þakkir frá mínum hjartarótum, þið eruð yndisleg,“ segir Andrea. Meira frá SuðurnesjumMikill fjöldi fólks leitar að Tinnu – Notast við dróna og hitamyndavélMikilvægur sigur hjá NjarðvíkingumBæjarstjórn Reykjanesbæjar: “Getur varla talist eðlilegt að útiloka Keflavíkurflugvöll”Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður á morgunStarfsfólk Creditinfo styrkti Minningarsjóð ÖllaLögregla leitar að heimili fyrir kettlingaVerður [...]