Nýjast á Local Suðurnes

Búist við stormi og éljum í kvöld – Hlýnar í kjölfarið

Á morgun mun hlýna í veðri á landinu en skil nálgist nú landið úr suðri með vaxandi austanátt og býst Veðurstofa Íslands við stormi suðvestanlands í kvöld og stöku éljum sunnantil.

„Vaxandi vindur þegar líður á daginn og þykknar upp, fyrst suðvestantil. Austan 15-23 m/s suðvestantil í kvöld og rigning eða slydda, en annars hægari og úrkomulítið fram á nótt. Austan 13-20 á morgun, snjókoma og síðar slydda eða rigning norðantil á landinu. Annars rigning, en talsverð rigning suðaustantil.“ Segir í hugleiðingum veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar.

Þá segir að það dragi úr vindi þegar líður á morgundaginn, fyrst sunnantil og þá mun hlýna í veðri með fjögurra til tíu stiga hita á morgun.