Nýjast á Local Suðurnes

Búist við lítilsháttar töfum á umferð um Reykjanesbraut í dag

Búast má við töfum á umferð um Reykjanesbraut vegna framkvæmda til um klukkan 16:00 í dag, en unnið er að því að yfirsprauta kafla á veginum í austur í átt að Reykjavík.

Vinna hefst austan við mislæg gatnamót við Voga á Vatnsleysuströnd. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum en viðeigandi merkingar verða settar upp. Vegfarendum er bent á að fara varlega um svæðið þar sem verkamenn og tæki verða nálægt umferð á meðan á framkvæmdum stendur.