Nýjast á Local Suðurnes

Buddy býður sveigjanleika og þægindi í bíladekri

Bónstöðin Buddy Bíladekur var stofnuð í maí síðastliðnum en opnaði fyrir viðskipti í lok sumars eftir vandaðan undirbúning. Eins og nafnið gefur til kynna er stöðin rekin með það markmiði að veita vinalegri þjónustu en þekkist á sambærilegum stöðvum, en hjá Buddy er lögð mikil áhersla á sveigjanleika og þægindi fyrir viðskiptavini, bílar eru sóttir og þeim síðan skutlað heim eða í vinnuna að loknum þrifum sé þess óskað svo dæmi séu tekin.

Eigandi og rekstraraðili Buddy Bíladekurs, Birkir Guðsteinsson, segir í spjalli við sudurnes.net að hann sé afar ánæður með þær viðtökur sem stöðin hefur fengið frá íbúum Suðurnesja frá opnun.

“Starfsemin hefur gengið vonum framar og hefur verið gaman að geta glatt aðra með góðum og faglegum vinnubrögðum og frábærri þjónustu frá upphafi,” segir Birkir.

Bónstöðin Buddy er staðsett að Bakkastíg 10 í Reykjanesbæ en mjög einfalt er að panta tíma og skoða upplýsingar um verð og þjónustu á notendavænni vefsíðu fyrirtækisins, biladekur.net, sem búin er öflugri bókunarvél.

Verðskrá Buddy vekur sérstaka athygli, en boðið er upp á mjög samkeppnishæf verð sé miðað við aðrar bónstöðvar, að sögn Birkis.

Eftirfarandi dæmi um verð á alþrifum og bóni bera vott um það:

Fólksbílar 11.900 krónur

Jepplingar 14.900 krónur

Jeppar 17.900 krónur

“Það styttist í hánnatíma hjá bónstöðvum og er því mikilvægt að tryggja sér tíma fyrr en síðar með því að panta tíma á vefsíðuni eða í s: 781-8188,” segir Birkir. “ erum fullir tilhlökkunar á framhaldinu og bíðum spenntir eftir að fá að taka inn fleiri bíla í þrif.”