Nýjast á Local Suðurnes

Brynja Hússjóður samþykkir samstarf um byggingu sex til sjö þjónustuíbúða

Stjórn Brynju Hússjóðs Örykjabandalagsins samþykkti í gær samstarf við Reykjanesbæ um byggingu sex til sjö þjónustuíbúða í Reykjanesbæ. Samstarfið er með fyrirvara um samþykki stofnframlags vegna framkvæmdanna. Ekki hefur verið opnað fyrir umsóknir stofnframlags vegna ársins 2018 hjá Íbúðalánasjóði og enn ójóst hvenær það verður.

Eins og fram kemur í nýsamþykktri húsnæðisáætlun sveitarfélagsins er hlutfall íbúða fyrir fatlaða lágt í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að stutt verði sérstaklega við byggingu íbúða fyrir fatlaða er þarfnast umönnunar allan sólarhringinn, ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk. Með samstarfinu við Brynju hússjóða eru tekin skref í þá átt bæta við sértæk búsetuúrræði fatlaðra í Reykjanesbæ.

Með því að smella á þennan tengil opnast Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar.

Með því að smella á þennan tengil má nálgast frekari upplýsingar um Brynju Hússjóð ÖBÍ.