sudurnes.net
Brunavarnir Suðurnesja leita fólks með brennandi áhuga á krefjandi starfi - Local Sudurnes
Brunavarnir Suðurnesja verða með opinn kynningarfund í Álfagerði fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17.30. Á fundinum verður starfsemi BS kynnt og hlutverk varaliðs / útkallsliðs í Vogum. Brunavarnir Suðurnesja leita nú að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga og vilja láta gott af sér leiða í krefjandi starfi. Þeir einstaklingar sem hafa áhuga á að ganga til liðs við BS eru því sérstaklega hvattir til að mæta og kynna sér hvað felst í því að vera hluti af útkallsliði/varaliði BS í Vogum. Brunavarnir Suðurnesja hafa varanlega staðsettan slökkvibíl í þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga. Kynningarfundurinn er þó ætlaður fyrir alla bæjarbúa og hvetjum við áhugasama til að mæta og kynna sér starfsemi Brunavarna Suðurnesja. Meira frá SuðurnesjumFánadagur Þróttar í dag – Bæjarfulltrúar grilla fyrir gestiBjóða út byggingu nýrrar slökkvistöðvarKvennafrídagurinn 2016: Ýmsar stofnanir loka fyrr í GrindavíkHeklan og Pipar/TBWA kenna markaðsnördum að nota FacebookFjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í ReykjanesbæÚrslitakeppni Dominos: Tæknivillukóngarnir mæta í Vesturbæinn í kvöldNágrannaslagur í Njarðvík á sunnudag – Fyrsti grasleikur sumarsinsKeilir býður upp á nám í iðntæknifræði til BS gráðuJólamarkaður Kompunnar opnar í dag – Mikil aðsókn undanfarin árStjórnarformenn Kölku og Sorpu undirrita viljayfirlýsingu vegna sameiningar