Nýjast á Local Suðurnes

Bruce Dickinson: “Mun sakna Ed Force One” – Myndband!

Bruce Dickinson, söngvari bresku rokkhljómsveitarinnar Iron Maiden, gaf sér tíma á milli tónleika í að kveðja Boeing 747-400 flugvél íslenska flugfélagsins Air Atlanta, Ed Force One, sem hljómsveitin hefur notast við á tónleikaferðalagi sínu um heiminn undanfarna mánuði. Kveðjan var birt á Twitter og Youtube síðum sveitarinnar að loknu síðasta flugi söngvarans á vel merktri vélinni.

Dickinson, sem flaug vélinni sjálfur notaði einnig tækifærið og þakkaði Íslenskri áhöfn vélarinnar fyrir samstarfið. Þá notaði kappinn einnig tækifærið til að róa aðdáendur sveitarinnar og bað þá að hafa ekki áhyggjur þó að vélin sæist í Frakklandi, þangað sem flogið var með 350 Íslendinga á fótboltaleik, hann væri ekki í áhöfninni lengur og myndi klára tónleikaferðalagið, með þessari frægustu rokksveit í heimi.

Kveðjustundina má sjá hér fyrir neðan.

Mynd: Air Atlanta

Mynd: Air Atlanta