sudurnes.net
Brottrekstur bæjarstjóra kostar Grindavíkurbæ um 15 milljónir króna - Local Sudurnes
Talið er að kostnaður vegna starfsloka Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, allt að 15 milljónir króna, en í ráðningarsamningi Róberts er gert ráð fyrir þriggja mánaða uppsagnarfresti auk sex mánaða biðlauna. Í lok október greindi Suðurnes.net frá því, fyrstur fjölmiðla, að til stæði að segja bæjarstjóranum upp og að lögfræðikostnaður hefði safnast upp vegna málsins. Starfslok bæjarstjóra munu vera til komin vegna flutnings hans úr sveitarfélaginu, en hann flutti til Reykjavíkur vegna fjölskylduaðstæðna. Heimildir Suðurnes.net herma að undirbúningur vegna uppsagnarinnar hafi staðið yfir síðan skömmu eftir að hann tilkynnti um flutninga og að drög að starfslokasamningi hafi þegar verið kynnt bæjarstjóranum – Ekki mun vera um óánægju að ræða með störf hans samkvæmt sömu heimildum, heldur skjóti það skökku við að bæjarstjórinn sé að hvetja fólk til að flytja í sveitarfélagið, þegar hann flytur á brott sjálfur. Vefmiðillinn Stundin hefur heimildir fyrir því að brottrekstur Róberts muni kosta bæjarfélagið á bilinu 12–15 milljónir króna í heildina, auk þess sem kostnaður við lögfræðiráðgjöf vegna málsins sé ekki undir einni milljón króna. Róbert vildi ekki staðfesta að verið væri að ræða starfslok hans þegar Suðurnes.net hafði samband við hann, en benti á þau Kristínu Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar og Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs. Þau Kristín og [...]