sudurnes.net
British Airways bætir við ferðum til Íslands - Lægstu gjöld um 8.000 krónur - Local Sudurnes
Breska flugfélagið British Airways mun bæta við flug sitt til Íslands og mun félagið fljúga tvisvar sinnum á viku til Íslands, frá Lundúnum til Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins, en þar kemur fram að flogið verði frá 29. október 2017 til 18. mars 2018 tvisvar á viku. Samkvæmt fréttinni mun farmiðinn til Íslands kosta 59 pund eða rétt rúmlega 8 þúsund krónur. Flogið verður frá London City flugvellinum, sem staðsettur er í námunda við fjármálahverfi borgarinnar og er markmiðið að stytta ferðatíma á milli landana tveggja, meðal annars þar sem innritun og öryggisleit tekur styttri tíma en á stærri völlum. Þá mun flugfélagið notast við minni þotur en gengur og gerist, sem einnig ætti að stytta ferðatímann. Meira frá SuðurnesjumEinhverjar raskanir á flugi vegna veðursSamkeppni í flugi til London eykst – Hægt að fá miða á 5000 krónurRólegheit á Keflavíkurflugvelli – Einungis tíu brottfarir í dagBritish Airways flýgur á KEF á nýFlugliðar fluttir á HSS eftir neyðarlendingu vélar British AirwaysFlug úr skorðum vegna veðurs – Farþegar beðnir að fylgjast með áætlunum flugfélagaStjórnendur Airport Associates funda með starfsfólkiS7 býður upp á beint flug á milli Moskvu og Íslands næsta sumarErill í FLE: Einn færður í handjárn og nokkrir gripnir með [...]