Nýjast á Local Suðurnes

British Airways bætir við ferðum til Íslands – Lægstu gjöld um 8.000 krónur

Breska flugfélagið British Airways mun bæta við flug sitt til Íslands og mun félagið fljúga tvisvar sinnum á viku til Íslands, frá Lundúnum til Keflavíkurflugvallar.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins, en þar kemur fram að flogið verði frá 29. október 2017 til 18. mars 2018 tvisvar á viku. Samkvæmt fréttinni mun farmiðinn til Íslands kosta 59 pund eða rétt rúmlega 8 þúsund krónur.

Flogið verður frá London City flugvellinum, sem staðsettur er í námunda við fjármálahverfi borgarinnar og er markmiðið að stytta ferðatíma á milli landana tveggja, meðal annars þar sem innritun og öryggisleit tekur styttri tíma en á stærri völlum. Þá mun flugfélagið notast við minni þotur en gengur og gerist, sem einnig ætti að stytta ferðatímann.