sudurnes.net
Breyttar áherslur hjá Reykjanesbæ - Makar fara ekki með á vinabæjarmót - Local Sudurnes
Reykjanesbær sendir sex fulltrúa á vinabæjarmót í Trollhättan í Svíþjóð dagana 10 – 12. mars næstkomandi, um er að ræða þrjá bæjarfulltrúa og þrjá embættismenn. Frá upphafi samstarfsins við Trollhättan hafa makar bæjarfulltrúa tekið þátt í þessum mótum en því hefur nú verið hætt. Þetta kemur fram í pistli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar sem birtur er á heimasíðu sveitarfélagsins, þar kemur einnig fram að ýmsar breytingar séu fyrirhugaðar á samstarfinu. Einn liður í vinabæjarmótinu verður undirritun nýs vinabæjarsamkomulags en í því verður m.a. kveðið á um það markmið að samstarfið snúist um raunhæf, markviss umbótaverkefni sem standa munu yfir í 2 ár í senn. Frá upphafi hafa makar bæjarfulltrúa tekið þátt í þessum mótum en því hefur nú verið hætt. Þátttakendur frá öllum vinabæjunum munu í Trollhättan undirbúa og hleypa af stokkunum þremur umbótaverkefnum sem unnið verður að næstu 2 árin. Verkefnin eru: 1) umbætur og þróun rafrænnar stjórnsýslu 2) móttaka erlendra nýbúa og 3) hvernig er hægt að draga úr brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þetta eru allt verkefni sem eru ofarlega á baugi Reykjanesbæjar og samvinnan við vini okkar á Norðurlöndunum því kærkomin. Segir í pistli bæjarstjóra. Hátt í 800 ungmenni notið góðs af samstarfi við vinabæi Reykjanesbær hefur að [...]