Nýjast á Local Suðurnes

Breyttar áherslur hjá Reykjanesbæ – Makar fara ekki með á vinabæjarmót

Reykjanesbær sendir 18 ungmenni og þrjá embættismenn til Kerava í Finnlandi

Reykjanesbær sendir sex fulltrúa á vinabæjarmót í Trollhättan í Svíþjóð dagana 10 12. mars næstkomandi, um er að ræða þrjá bæjarfulltrúa og þrjá embættismenn. Frá upphafi samstarfsins við Trollhättan hafa makar bæjarfulltrúa tekið þátt í þessum mótum en því hefur nú verið hætt.

Þetta kemur fram í pistli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar sem birtur er á heimasíðu sveitarfélagsins, þar kemur einnig fram að ýmsar breytingar séu fyrirhugaðar á samstarfinu.

Einn liður í vinabæjarmótinu verður undirritun nýs vinabæjarsamkomulags en í því verður m.a. kveðið á um það markmið að samstarfið snúist um raunhæf, markviss umbótaverkefni sem standa munu yfir í 2 ár í senn.  Frá upphafi hafa makar bæjarfulltrúa tekið þátt í þessum mótum en því hefur nú verið hætt.

Þátttakendur frá öllum vinabæjunum munu í Trollhättan undirbúa og hleypa af stokkunum þremur umbótaverkefnum sem unnið verður að næstu 2 árin.  Verkefnin eru:  1) umbætur og þróun rafrænnar stjórnsýslu 2) móttaka erlendra nýbúa og 3) hvernig er hægt að draga úr brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þetta eru allt verkefni sem eru ofarlega á baugi Reykjanesbæjar og samvinnan við vini okkar á Norðurlöndunum því kærkomin. Segir í pistli bæjarstjóra.

Hátt í 800 ungmenni notið góðs af samstarfi við vinabæi

Reykjanesbær hefur að jafnaði sent 14 unlglinga á aldrinum 14-16 ára í vinarbæjarheimsóknir á hverju ári og er jöfn þátttaka frá báðum kynjum þ.e. 7 stúlkur og 7 strákar. Í ár mun Reykjanesbær senda 9 stúlkur og 9 drengi á knattspyrnumót ungmenna í Kerava í Finnlandi, með í för verða þrír embættismenn sem munu funda um sameiginleg mál tengd íþróttum.

Athyglisvert: Skelltu þér í sólina – Það þarf ekki að kosta mikið!

Íþrótta- og tómstundaráð ræddi málefni vinabæja á fundi sínum í september síðastlinum og þar kom fram að frá árinu 1973 hafi tæplega 800 ungmenni farið á í heimsóknir til vinabæja á vegum Reykjanesbæjar.

Þá kom fram á fundinum í september að ÍT-ráð Reykjanesbæjar telji mikilvægt að halda þessu samstarfi áfram og leggur mikla áherslu á að gert verði ráð fyrir áframhaldandi vinabæjarsamstarfi í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2016.

Í pistli bæjarstjóra kemur fram að væntanlega muni gestgjafahlutverkið koma í hlut Reykjanesbæjar árið 2018.

Hátt í 800 unglingar hafa farið á vinabæjamót á vegum Reykjanesbæjar eða forvera þess í gegnum tíðina

Hátt í 800 unglingar hafa farið á vinabæjamót á vegum Reykjanesbæjar eða forvera þess í gegnum tíðina

Vinabæir í Kína og Bandaríkjunum

Vinabæir Reykjanesbæjar eru sjö talsins, Kerava í Finnlandi, Trollhättan í Svíðþjóð, Midvangs Kommuna í Færeyjum, Kristiansand í Noregi, Orlando í Florida og tvö héruð í Kína, Henan og Xianyang. Samkvæmt pistli Kjartans Má hafa nær engin samskipti verið á milli Reykjanesbæjar og Orlando í Florida og óvíst hvernig samskipti sveitarfélagsins við kínversku héruðin muni þróast, en stofnað var til tengsla við þau árin 2012 og 2014.

Auk þess kemur fram í pistlinum að við stonun Reykjanesbæjar árið 1994 hafi vinabæjartengsl Keflavíkur og Njarðvíkur fylgt með í sameiningunni.

Þau voru nokkur, byggð á mismunandi grunni og forsendum. Sum stóðu traustum fótum á gömlum merg en önnur voru tiltölulega nýleg, sum byggð á veikum grunni s.s. persónulegum tengslum einstaka bæjarfulltrúa eða starfsmanna. Segir bæjarstjóri.

Orlandi í Florida er vinabær Reykjanesbæjar - Lítil sem engin samskipti hafa þó verið á milli bæjanna

Orlando í Florida er vinabær Reykjanesbæjar – Lítil sem engin samskipti hafa þó verið á milli Reykanesbæjar og Orlando í gegnum tíðina.