sudurnes.net
Breytt skipulag vinnuskóla í Sandgerði - Skólinn skemmtilegri og skilvirkari - Local Sudurnes
Í Sandgerði er breytt skipulag á Vinnuskólanum þetta árið, þar sem skóli og vinna eru sameinuð í eitt og kallast verkefnið Starfsskólinn 3S sem er hugsað sem brú við að undirbúa ungmenni fyrir vinnumarkaðinn. Starfsskólinn er skipulagður með miklum metnaði með það að markmiði að gera hann skilvirkari, skemmtilegri og gagnlegri. Vinnan snýst um hefðbundin störf við að snyrta bæinn að stærri hluta en skólaparturinn snýr að allskyns verkefnum sem efla þau og snertir þeirra áhugasvið líka. Í upphafi var gerð könnun á þeirra áhugasviði og verkefnin skipulögð í samræmi við það, því gera ekki allir það sama. Það sem 3S hefur verið að vinna að sem af er sumari er, skyndihjálp, matreiðsla, ýmis verkefni tengd listsköpun s.s gjörningur, bæjarlistaverk, þrautaspjöld og fleira, íþróttir og hreyfing, námskeið um næringu, fjölmiðlahópur hefur unnið viðtöl og aðstoðar við undirbúning á Sandgerðisdögum, starfskynning á leikskólanum Sólborg og Veitingahúsinu Vitanum þar sem þátttakendur fengu að vinna þau störf í eina viku. Þau hafa unnið að gerð ferilskrár, skoðað ýmislegt tengt ökuprófi og fleira. “Sumarið hefur gengið mjög vel, krakkarnir hafa tekið vel i þessa breytingu og virðast ánægð. Þau eru hverju öðru duglegra og hafa staðið sig frábærlega og þó að hluta að tímanum [...]