sudurnes.net
Breytingum hafnað í annað sinn - Local Sudurnes
Eigandi verslunarhúsnæðis við Hafnargötu 23 óskaði þess við Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að mál er varðar breytingar á húsnæðinu, þannig að hluta þess yrði breytt í íbúðarhúsnæði yrði endurupptekið og breytingar heimilaðar. Þetta er í annað sinn sem ráðið tekur málið fyrir, en því var hafnað í byrjun desember á síðasta ári. Ráðið tók málið fyrir á ný á síðasta fundi og var niðurstaðan á sama veg, erindinu var hafnað þar sem ekki er heimilt, samkvæmt skipulagi, að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð í íbúðarhúsnæði. Skýringar ráðsins má sjá hér fyrir neðan: Í greinargerð aðalskipulags Reykjanesbæjar 2015-2030 kemur fram um svæði M2: „Hafnargatan hefur verið aðalmiðbæjargata bæjarins. Þróunarmöguleikar líflegs miðbæjarumhverfis eru góðir. Lögð er áhersla á að styrkja stoðir smá- og fagverslana og veitingastaða.“ Sú stefna sem þarna er mörkuð er ítrekuð við endurskoðun aðalskipulags, þar er sett inn svohljóðandi ákvæði: „Lögð er áhersla á að viðhalda lifandi götuhliðum með innsýn í verslunar- og þjónusturými. Ekki er heimilt að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð í íbúðarhúsnæði.“ Skipulagsáætlanir við götuna sem hafa verið samþykktar síðustu ár s.s Hafnargata 12 og Hafnargata 22-28 styðja við þessa stefnu. Í vinnslu er deiliskipulag fyrir Hafnargötu fyrir reit sem markast af lóðum nr. 15 að nr. 41. [...]