Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á sorphirðu á Ásbrú til skoðunar

Reykjanesbær, Kalka og Terra, sem sér um sorphirðu í Reykjanesbæ, hafa til skoðunar að gera breytingar á framkvæmd sorphirðu á Ásbrú. Undanfarin ár hefur umræða um erfiðleika við sorphirðu eða sóðaskap íbúa í hverfinu reglulega komið upp á samfélagsmiðlum.

Það var Terra sem átti frumkvæðið að mögulegum breytingum og kynnti hugmyndir fyrirtækisins fyrir forsvarsmönnum Kölku og Umhverfissviði Reykjanesbæjar, en hugmyndirnar snúa að því að einfalda sorphirðu á Ásbrú með grenndarstöðvum í stað hefðbundinna sorphirðuíláta.

Stjórn Kölku tók ágætlega í hugmyndirnar, samkvæmt fundargerðum, og telur að útfærsla Terra gæti átt heima víðar á starfssvæði Kölku og er þá horft til vaxandi áhuga íbúa á Suðurnesjum er fyrir grenndarstöðvum. Framkvæmdastjóri Kölku gat lítið tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað og sagði hugmyndir að breytingum vera á frumstigi. Samstaða er þó um að ef farið verður í breytingar á sorphirðu á Ásbrú verður það samstarfsverkefni Terra, Kölku og Reykjanesbæjar.

Ef af verður hefur stjórn Kölku áhuga á að bjóða góðgerðarfélögum aðgang að grenndarstöðvum sem þannig geta komið fyrir söfnunarílátum á grenndarstöðvunum í samvinnu við Kölku.