sudurnes.net
Bólusetningar gegn Inflúensu og Covid-19 - Local Sudurnes
Bólusetningar gegn Inflúensu og örvunarbólusetning gegn Covid-19 fyrir 60 ára og eldri sem skráðir eru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefjast þann 27. september næstkomandi. Að þessu sinni er bólusett í Hljómahöll. þriðjudagurinn 27. september er ætlaður fyrir forgangshópa og 60 ára og eldri ogmiðvikudagurinn 5. október fyrir forgangshópa og aðra. Bólusett er í matsal Víðihlíðar í Grindavík á sömu dögum og er það vefbókanlegt. Tímanir eru vefbókanlegir á heilsuvera.is og hvetjum við alla til að nýta tæknina og minnka álagið á símsvörun á HSS, segir í tilkynningu frá HSS. Sóttvarnarlæknir mælir með að inflúensubóluefni og COVID-19 bóluefni verði gefin áhættuhópum samhliða ef tímasetning síðustu COVID-19 bólusetningar leyfir (a.m.k. 4 mánuðir liðnir). Nú er mælt með Covid örvunarbólusetningu (4. bólusetning) fyrir 60 ára og eldri. Forgangshópar í bólusetningu eru: • Þau sem eru 60 ára eða eldri• Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- oglifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðraónæmisbælandi sjúkdóma.• Þungaðar konur Þessir hópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi ATH: Bólusett er í almenningsrými. Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða stutterma skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg. Þau sem eru [...]